Örnu vestfjarðakeppnin 2023

Annarri árlegu Örnu Vestfjaðakeppninni (Westfjords Way Challenge) lauk á Ísafirði 2. júlí 2023, eftir fimm daga erfiða og ógleymanlega ofurhjóla keppni um Vestfirði. Yfir 70 knapar frá 16 löndum komu saman 28. júní til að taka á sig þetta fullkomna próf á styrk og þreki og hjóluðu samtals 956 kílómetra um Vestfjarðaleiðina.

Í fimm daga stóðu þátttakendur frammi fyrir óútreiknanlegu íslensku veðri, hlykkjóttum fjörðum, krefjandi fjallaskörðum og voru hvattir af félagsskap alþjóðlegs hjólreiðasamfélags og hlýlegri gestrisni Vestfjarða. Keppnisform Örnu Vestfjarðakeppninnar hvetur keppendur til að tileinka sér menningartengsl og krefst stoppa á kaffihúsum, söfnum, heitum pottum og öðrum áhugaverðum stöðum, þar sem hlé er gert á keppnistímanum, sem gerir keppendum kleift að sökkva sér niður í menningu staðarins og skapa varanleg tengsl sín á milli.

Fyrsta keppnisdag börðust keppendur í mótvindi, þeystust áfram í meðvindi og þurftu að þola rigningu fram að hádegi. Rokið hélt áfram alla keppnisdagana sem gerði keppendum erfitt fyrir.

Á öðrum keppnisdegi byrjaði hið hrikalega Vestfirska landslag að reyna á hjólin, sem leiddi til þess að hjól fóru að bila og keppendur duttu úr keppni og hélt það áfram í gegnum þær dagleiðir sem eftir voru. Krefjandi malarkaflar bættu auknu erfiðleikalagi við þá þegar krefjandi leið og íslenskt veðurfar var til sýnis það sem eftir lifði keppninnar.

Allir keppendur sýndu ákveðni, og mörgum tóst að gera við hjólin og halda áfram ferð sinni á lokadegi keppninnar jafnvel þó þeir væru dottnir úr keppninni. Stuðningur af sannarlega einstöku samfélagi bauð keppnin upp á tækifæri fyrir alla til að hjóla sína leið og finna hvað sem þeir voru að leita að þegar þeir tóku áskoruninni.

Arctic Fish miðnætur keppnina

Auk Örnu Vestfjarðakeppninnnar, kynntum við í ár Arctic Fish miðnætur keppnina, eins þrepa malarkeppni sem færði um 20 keppendur til viðbótar í í síðasta áfanga áskorunarinnar frá Patreksfirði til Ísafjarðar. Þessi nýja viðbót færir viðburðinum enn meiri spennu og fjölbreytni og laðar að hjólreiðamenn sem eru að leita að stórbrotnum reiðdegi og tækifæri til að vera hluti af veislu keppenda.

Eftir erfiða viku í baráttunni við veður og heiðar þar sem keppendur reyndu við takmörk sín fögnuðu þeir afrekum sínum á Hótel Ísafirði. Verðlaunaafhendingin heiðraði efstu sætin í karla- og kvennaflokki fyrir bæði Örnu Vestfjarðakeppnina og Arctic Fish Miðnæturkeppnina.

Sigurvegarar Örnu vestfjarðakeppninnar (Arna Westfjords Way Challenge):

Karlar:
1.sæti – Arnþór Gústavsson
2.sæti – Sviatoslav Gudzenko
3.sæti – Thomas Skov Jensen

Konur:
1.sæti – Weronika Szalas
2.sæti- Íris Ósk Hjaltadóttir
3.sæti – Nicole Sin Quee

Sigurvegarar ArcticFish miðnæturkeppninnar (Arctic Fish Midnight Special) :

Karlar:
1.sæti – Ingvar Ómarsson
2.sæti – Hafsteinn Geirsson
3.sæti – Ólafur Þór Magnússon & Gísli Halldórsson & Ármann Gylfason
Konur:
1.sæti – Katrín Pálsdóttir
2.sæti – Elín Marta Eiríksdóttir
3.sæti – Anna Lilja Sævarsdóttir


Arna Vestfjarðakeppnin (Westfjords Way Challenge) er meira en bara keppni; þetta er viðburður sem sameinar Vestfjarðabyggð og alþjóðlegt hjólreiðasamfélag gegnum menningu. Yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð frá hjólreiðmönnum og nærsamfélaginu hafa hvatt okkur til að halda áfram þessari hefð fyrir tengingu og samvinnu langt fram í tímann, svo fylgstu með dagsetningum 2024!

Árangur Örnu Vestfjarðakeppninnar 2023 hefði ekki verið mögulegur nema með rausnarlegum stuðningi styrktaraðila, þ.m.t.Arna, Arctic Fish, Icelandair, 66 North, Fjallakofinn, Hotel Ísafjörður, Borea Adventures, Kaffitar, Corsa, Visit Westfjords, Reiðhjólaverzlunin Berlin, Grainly Foods, and Uppbyggingarsjódur Vestfjarða.

Fyrir nánari upplýsingar og nýjar fréttir um Örnu Vestfjarðakeppnina fylgið okkur ácyclingwestfjords.com, Facebook og Instagram.

Örnu Vestfjarðakeppnin (Westfjords Way Challenge) er fyrsta þrepaskipta ofurþrekhjólakeppni Íslands. Auk þess er þetta eina reiðhjólakeppnin af þessari stærðargráðu sem inniheldur formleg menningarstopp þar sem tímatakan stöðvast og þátttakendur skildugir til að stoppa á lágmark tveim slíkum stöðum. Hjólað er eftir blandaðri veg- og malarleið Vestfjarðaleiðar samtals 956 kílómetra í fjórum leggjum á 5 dögum.

*Photo credits belong to Ágúst G. Atlason and Axel Sigurðarson

Categories: Uncategorized